Bókasafnsdagurinn - Dagur læsis

Bókasafnsdagurinn - Dagur læsis

8. september er Dagur læsis og ennfremur Bókasafnsdagurinn. Í tilefni dagsins verða börn í fyrirúmi á bókasafninu. Nýjar barna- og unglingabækur eru tilbúnar til útláns. Börn í 1. bekk er boðið sérstaklega til að sækja bókina Nesti og nýir skór sem IBBY-samtökin á Íslandi gefa þeim. Öllum fullorðnum sem mæta með börnum í dag verður boðið í kaffi og eitthvað meðlæti verður fyrir börnin. Í salnum stendur yfir sýningin "Þetta vilja börnin sjá" og eins og alltaf er kjörorðið okkar:  ,,Það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi á bókasafninu okkar"