Bókasafnið lokað 15-16 desember!

Bókasafnið lokað 15-16 desember!
Og við sem héldum að þetta væri "búið"
Það hryggir okkur að tilkynna að covid og magakveisa herjar á starfsfólk safnanna og hefur náð að fella okkur allar á einu bretti.
Safnið verður opið í dag til 16:00 en því miður getum við ekki mannað vaktir á morgun og föstudag. Við þurfum því að hafa lokað þessa daga og vonum að þið sýnið því skilning og sýnið okkur þolinmæði fram á laugardag.

-Jólapeysusmiðjan sem átti að vera 15. des. færist á þriðjudaginn 20. desember en piparkökuskreytingar falla því miður niður. Vonandi sjáum við sem flesta á þriðjudaginn ❤
-Pöbbkvissið sem átti einnig að vera 15. des í Menningarhúsinu Bergi fellur einnig niður af sömu ástæðum
 

 

Við verðum með opið á laugardaginn að vanda frá 13.00-16.00, þar sem boðið verður upp á bangsagistipartý á bókasafninu og huggulega jólastund -

 

Farið varlega og sjáumst hress ❤