Dalvíkurbyggð leitar eftir bóka- og safnverði í tímabundna afleysingu

Dalvíkurbyggð leitar eftir bóka- og safnverði í tímabundna afleysingu

Dalvíkurbyggð leitar að starfsmanni í 100 % starf sem skiptist niður á söfn Dalvíkurbyggðar, þ.e. bókasafn, héraðsskjalasafn og byggðasafn. Um er að ræða tímabundna ráðningu í allt að 11 mánuði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið

-       Mótttaka, skráning, flokkun og frágangur safnkosts á bókasafni, héraðsskjalasafni og byggðasafni.

-       Afgreiðsla á Bókasafni Dalvíkurbyggðar.

-       Móttaka skólahópa og samstarf við leik- og grunnskóla byggðarlagsins.

-       Skráning á safnkosti Byggðasafnsins Hvols í gagnagrunninn Sarp.

-       Aðstoð við skipulagningu og aðkomu viðburða.

-       Kynningarmál, aðallega í gegnum samfélagsmiðla.

-       Önnur verkefni falin af forstöðumanni safna.

 

Hæfniskröfur

-       Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun.

-       Gott vald á íslenskri tungu, góð tungumálakunnátta og almenn tölvukunnátta.

-       Frumkvæði, gott skipulag og sjálfstæð vinnubrögð.

-       Góð þjónustulund og virðing í mannlegum samskiptum.

-       Reynsla af bóka- og safnastörfum eða öðrum sambærilegum störfum er kostur.

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsókn á netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is, merkt: „Atvinnuumsókn – starfsmaður safna“.

Ásamt umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og persónuleg kynning á umsækjanda.

 

Laun og launakjör eru í samræmi við kjarasamning Sambands íslenskra sveitafélaga og KJALAR.

 

Umsóknafrestur er til 20. janúar 2019

Frekari upplýsingar veitir: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna í Dalvíkurbyggð í síma: 460-4931 / 8483248 eða á netfanginu: bjork@dalvikurbyggd.is