Bókaskutl frá Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Bókaskutl frá Bókasafni Dalvíkurbyggðar

 Viðbrögð Bókasafns Dalvíkurbyggðar við covid-19 (…eitt af mörgum)

Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda bókasafninu opnu eins lengi og mögulegt er – til þess að það nái fram að ganga þurfum við að stilla umgangi um safnið í hóf og ætlum við þess vegna að bjóða bæjarbúum upp á nýja þjónustu.

BÓKASKUTL

Hvað þýðir það?

Þú pantar bók í gegnum síma 460-4930, netfangið utlan@dalvikurbygg.is eða í gegnum skilaboð á facebook síðu bókasafnsins - ÝTTU HÉR 

Þú gefur upp nafn á bókinni sem þú óskar þér, kennitölu lánþega svo hægt sé að skrá hana á réttan notanda og heimilisfang sem þú villt fá bókina senda á. Ath. – gott er að vera búin að kanna hvort bókin sé inni á: leitir.is

Bækur verða keyrðar út á þriðjudögum og fimmtudögum – settar í bréfalúgu eða hengdar á hurðahún. Við biðjum alla sem panta bækur að virða 2 metra regluna þegar starfsmaður kemur með bækur og ekki sækja bækurnar fyrr en starfsmaðurinn er farinn aftur – þetta verður einungis svokölluð “heimsendingarþjónusta”, engin samskipti innifalin. Við viljum t.d. ekki fá bækur til að skila - á þessu tímabili verður ekki tekið við bókum úr útláni. 

Bækurnar eru á ábyrgð lánþega á meðan á útláni stendur og það er á hans ábyrgð að koma henni aftur á bókasafnið þegar við opnum aftur fyrir bókaskil. Að því sögðu þá fellum við niður allar sektir á meðan á þessu ástandi stendur og biðjum ykkur í staðinn að passa vel upp á allt lánsefni og skila því heilu þegar við förum aftur af stað.

 

Athugið að þetta á líka við um tímarit, hljóðbækur, dvd diska og spil sem eru lánuð út frá bókasafninu. 

 

Endilega látið þetta berast til þeirra sem gætu viljað nýta sér þjónustuna