Sýning Heimis Kristinssonar mun hanga uppi út aprílmánuð.
Sýning Heimis Kristinssonar mun hanga uppi út aprílmánuð.
Því miður er komið að því að við þurfum að loka Bergi Menningarhúsi frá og með morgundeginum, 24. mars. Lokun mun vara a.m.k. til 14. apríl, þá verður staðan tekin og framhaldið metið. 
 
Basalt cafe+bistro býður áfram upp á take away bakka og má sjá matseðil og rétt dagsins á síðu veitingahússin Norður - sjá frekari upplýsingar á þeirra HÉR.
 
Bókasafn Dalvíkurbyggðar lokar samhliða húsinu en býður áfram upp á bókaskutl - sjá allar upplýsingar á heimasíðu þeirra og fésbókarsíðu.
 
Sýning Heimis Kristinssonar mun hanga uppi út apríl og vonandi gefst þeim sem enn hafa ekki séð hana kostur á að skoða sig um rólegheitum í apríl lok. Við minnum á nýopnaða heimasíðu Heimis - www.heimir.online
 
Við hlökkum til að sjá ykkur með hækkandi sól og betri tíð. 
Þangað til hafið það sem allra best. Hugsið vel um ykkur sjálf og þá sem standa ykkur næst. 
Sápið, sprittið og reynið að finna jákvæðu punktana í tilverunni - þá gengur allt betur.