Eyfirski safnadagurinn

Byggðasafnið Hvoll hefur um áraraðir tekið þátt í Eyfirska safnadeginum. Viðburðurinn er samvinnuverkefni safna á Eyjafjarðarsvæðinu og hefur verið haldinn árlega síðan árið 2007. Sumardaginn fyrsta opna um 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi og er markmiðið að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna á svæðinu. 

Engin naðgangseyrir er á söfnunum á Eyfirska safnadeginum og hvetjum við bæjarbúa til að skoða sem flest söfn á þessum degi. Að sjálfsögðu byrja allir í Dalvíkurbyggð á okkar eigin safni - Byggðasafninu Hvoli. 

 

Söfn, setur og sýningar á Eyjafjarðarsvæðinu verða með opið frá kl. 13:00 - 17:00 og ókeypis aðgang í tilefni dagsins.