Viðburðir falla niður í samkomubanni

Kæru gestir, vinir og félagar

Í ljósi nýtilkomins samkomubanns hefur Berg Menningarhús ákveðið að fella niður alla viðburði sem áttu að vera í húsinu á þessu tímabili. Undir þetta fellur m.a. Klassík í Bergi og Svarfdælskur mars. 

Bókasafnið hefur auk þess valið að fella niður viðburði á vegum safnsins á þessu tímabili. Leikskólaheimsóknir falla niður og ljósmyndagreining með eldriborgurum einnig. Basalt cafe+bistro verður áfram með opið á sínum hefðbundnu opnunartímum og mun sem stendur halda áfram að bjóða upp á mat í hádeginu. 

Húsið, bókasafnið og kaffihúsið verður áfram opið þó að skipulagðir viðburðir falli niður. Sýning Heimis Kristinssonar stendur gestum áfram opin en að því sögðu reynum við að virða öll tilmæli frá stjórnvöldum og landlækni - þ.e. að gæta vel að hreinlæti, nota spritt, forðast handabönd og óþarfa snertingar og gæta að fjarlægðinni þegar mögulegt er. 

Nú stöndum við öll saman, lítum á björtu hliðarnar og höldum áfram með lífið. Þetta verður vonandi allt í lagi á endanum.