"Tónlist frá ýmsum löndum – Rússland, Frakkland, Ítalía, Svíþjóð, Ísland, Rúmenía og Írland"

"Tónlist frá ýmsum löndum – Rússland, Frakkland, Ítalía, Svíþjóð, Ísland, Rúmenía og Írland" er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Bergi menningarhúsi næstkomandi fimmtudagskvöld, 5. júlí,  kl. 20:00. Flytjendur eru kammerhópurinn Stilla.

Kammerhópurinn Stilla er skipaður strengjakvartett og söngvurum. Samsetning hópsins býður upp á marga möguleika og er efnisskrá hópsins því fjölbreytt og skemmtileg. Á tónleikunum verða leikin allt frá eldfjörugum þjóðlögum til hádramatískra sönglaga, auk þess sem dúettar og tríó úr heimi óperunnar fá að hljóma. Flutt verða verk eftir Rachmaninoff, Bellini, Sibelius, Bizet o.fl. auk íslenskra söngperla eftir Karl O. Runólfsson, Atla H. Sveinsson, Eyþór Stefánsson og Friðrik Jónsson. Strengjakvartettinn flytur svo fjöruga þjóðdansa í eigin útsetningum.

Miðaverð: 2.500 / 1.500 kr.

Athugasemdir