Tónleikar í Bergi- Anna og Sölvi

Tónleikar í Bergi- Anna og Sölvi
Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó) og Sölvi Kolbeinsson (saxófónn) leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Þau voru valin fyrir hönd Íslands til að koma fram á Young Nordic jazz Comets sem fór fram í Umeå, Svíþjóð haustið 2016 og fengu frábærar móttökur á meðal áhorfenda og fjölmiðla. Í sænska dagblaðinu ,,Folkbladet” var tónleikum þeirra lýst svona: ,,Fallegri tónlist er erfitt að finna. Tónlistin er undir þjóðlagaáhrifum, eins og má heyra á saxófónleik Sölva Kolbeinssonar. Hann er sem Paul Desmond við rætur Heklu. Anna Gréta Sigurðardóttir spilar á píanó svo tilfinningaþrungið og leitandi að helst minnir á Esbjörn Svensson. Hrein píanólýrík.” (Folkbladet, Umeå, 27/10 2016)
 
Tónleikaferðalagið er styrkt af tónlistarsjóði Rannís.

 

Athugasemdir