Það gefur á bátinn - Rökkurkórinn Skagafirði

Rökkurkórinn úr Skagafirði heldur tónleika í Menningarhúsinu Bergi laugardagskvöldið 23. mars kl. 20:30.  Á dagskrá eru sígild sjómannalög (þessi gömlu góðu) í útsetningu Thomas Randall Higgerson. Inn á milli laga, kryddar Björg Baldursdóttir dagskránna með upplestri á efni sem hún hefur samið.

Söngstjóri og undirleikari Thomas Randall Higgerson

Aðgangseyrir er kr. 2.500.-  (ath. ekki posi á staðnum).

 

Rökkurkórinnn er blandaður kór sem hefur starfað óslitið í 40 ár.  Stjórnandi og undirleikari kórsins er Thomas
Randall Higgerson.  Thomas fluttist til Skagafjarðar frá Bandaríkjunum árið 1991 og hefur starfað ötull að
tónlistarmálum þar síðan.