Svarfaðardalsfjöll í Bergi

Svarfaðardalsfjöll í Bergi

Bjarni Guðleifsson heldur erindi um bók sína Svarfaðardalsfjöll í Bergi menningarhúsi, þriðjudaginn 19. júní kl. 20:00.

Á árunum 1995-2003 gekk Bjarni ,við fjórða mann, hreppamörkin umhverfis Svarfaðardalshrepp. Þetta reyndist þeim félögum mikið og ánægjulegt ævintýri og er ekki vitað til að aðrir hafi gengið þessa leið. Þeir byrjuðu á Hámundarstaðahálsi og enduðu í Ólafsfjarðarmúla en höfðu á leið sinni gengið yfir 75 tinda og álíka mörg skörð. Bjarni tók saman myndskreytta bók um þetta ferðalag og mun Bjarni kynna efni hennar í máli og myndum.

Frítt inn og allir velkomnir

Athugasemdir