Rekstur kaffihúss í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík

Menningarfélagið Berg ses. auglýsir eftir rekstraraðila fyrir kaffihús í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Umsóknarfrestur er til 29. október 2012.


Menningarhúsið Berg er staðsett í hjarta Dalvíkur. Þar er kaffihús, bókasafn og salur til ýmissa nota. Menningarfélagið Berg ses. sér um rekstur hússins og alla almenna dagskrá. Starfsemin í húsinu hefur verið fjölbreytt frá opnun þess s.s. tónleikar, bíósýningar, fundir, ráðstefnur og myndlistasýningar en náin samvinna er á milli kaffihússins, bókasafnsins og framkvæmdastjóra Bergs um dagskrá hússins.


Rekstraraðili kaffihúss hefur jafnframt séð um húsvörslu í Bergi.


Augýst er eftir rekstraraðila fyrir kaffihúsið frá og með 23. nóvember 2012.


Umsóknir berist til Margrét Víkingsdóttur, framkvæmdastjóra, á netfangið berg@dalvikurbyggd.is  eða í pósti á heimilisfangið: Menningarfélagið Berg ses. , Ráðhúsi Dalvíkur, 620 Dalvík


Æskilegt er að umsókninni fylgi hugmyndir um reksturinn og framtíðarsýn ásamt rekstrarlegum forsendum. Nánari upplýsingar veitir Margréti Víkingsdóttir í síma 861 4908 eða á netfanginu berg@dalvikurbyggd.is 

 
Fyrir hönd stjórnar Bergs
Margrét Víkingsdóttir, framkvæmdastjóri

Athugasemdir