Páskar í Bergi

Páskar í Bergi

 Páskarnir nálgast óðfluga og ekki seinna vænna en að koma sér í páskagírinn. Ákveðið hefur verið að hafa Kaffi-Berg opið yfir páskahátíðarnar svo íbúar og gestir geti komið, sest niður, fengið sér kaffi eða kakó og gómsætt brauðmeti frá bakaríinu á Siglufirði.   Að páskahelginni lokinni verður Kaffi-Berg svo aftur lokað þar til nýjir rekstraraðilar opna svo aftur með pompi og prakt, mánudaginn 8. apríl.

  
Páskaopnunartími á Kaffi-Berg:
28. mars, skírdagur: 14:00 - 18:00
29. mars, föstudagurinn langi: 14:00 - 18:00
30. mars, laugardagur: 14:00 - 18:00
31. mars, páskadagur: 14:00-18:00
1. apríl, annar í páskum: LOKAÐ
Bókasafnið verður lokað yfir páskana
 
Bíó í Bergi  -  Þetta reddast!
 Miðvikudagurinn 27. mars kl. 20:30

Hefjum páskana með bíóstemmningu í Bergi í samstarfi við Kvikmyndafélag Íslands og Art for Food ehf.
Þetta reddast! er mynd um ungan blaðamann sem er kominn á síðasta séns, bæði í vinnunni og í sambandinu, vegna óhóflegrar drykkju sinnar. Hann ákveður að reyna að bjarga sambandinu sínu með því að bjóða kærustunni á Hótel Búðir og dekra við hana. En það vill svo óheppilega til að honum eru settir úrslitakostir af ritstjóra sínum um sömu helgi og því verður hann að slá tvær flugur í einu höggi og sameina vinnu og ástarlíf á sem hentugastan máta.
Aðgangseyrir 1.500 kr. Bíósnarl til sölu

Skoppa og Skrítla
Laugardagurinn 30. mars kl. 15:30

Vinkonurnar Skoppa og Skrítal ætla að heimsækja okkur í Berg og skemmta með söng og leik eins og þeim einum er lagið. Tilvalinn viðburður til að sameinast með fjölskyldunni. Athuga skal að þetta er ekki eliksýningin sem þær stöllur sýna um þessar mundir.
Aðgangseyrir 500 kr. fyrir börn og fullorðna

Sjáumst í Bergi um páskana!

Athugasemdir