Menningarlegur laugardagur í Bergi!

Menningarlegur laugardagur í Bergi!

Fögnum sveitalífinu takmarkalaust!

Næstkomandi laugardag, þann 3. júlí, munu stórvinirnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar leggja húsbíl sínum hér á Dalvík og skemmta fólkinu. Þar sem allar takmarkanir hafa nú verið felldar úr gildi sjáum við fram á að geta skemmt okkur líkt og hér áður fyrr – takmarkalaust.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og lýkur þeim um 23:00. Ásamt því að vera með gullfallegar söngraddir eru þeir félagar líka ákaflega skemmtilegir saman og ekki við neinu öðru að búast en mikilli skemmtun.

Miðasala fer fram í gegn um TIX.is en auk þess verður hægt að kaupa miða við hurð. Miðaverð er 4.990 krónur.

Slóð til miðakaupa: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/11432/

Á laugardaginn opnar einnig myndlistasýningin: Allt að sólu eftir Lilý Erlu Adamsdóttur. Opnunin hefst kl. 14.00 en sýningin verður opin allan júlímánuð á opnunartíma hússins. 

Opið á Böggvisbrauði frá 10-17 og nóg af kræsingum fyrir alla. 

 

Sjáumst í Bergi á menningarlegum laugardegi!

Athugasemdir