Kristinn Sigmundsson syngur á Klassík í Bergi

Kristinn Sigmundsson syngur á Klassík í Bergi

Tónlistarserían Klassík í Bergi 2014-2015 fær fljúgandi start um helgina en þá stígur á stokk stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Saman flytja þau dagskrána Söngva um syngjandi fugla, fjórtán ný sönglög eftir Þorvald Gylfason við ljóð Kristjáns Hreinssonar í útsetningu Þóris Baldurssonar. Sannarlega stórviðburður sem enginn má missa af.

Tónleikarnir verða næstkomandi sunnudag, 21. september kl. 14:00.

Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingunni hér fyrir neðan.

Athugasemdir