Klassík í Bergi

Klassík í Bergi

Nú fer að styttast í tónleika númer tvö í Klassík í Bergi 2014-2015.


Kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri mun koma fram laugardaginn 31. janúar klukkan 16:00. Kórinn hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Kórinn flutti fjórar ólíkar efnisskrár á haustönninni og er núna að æfa fjórar aðrar efnisskrár. Á þessum vetri mun kórinn æfa og flytja á milli 80 og 100 kórlög og kórverk og syngja á 15 tónleikum á Íslandi og í Noregi. Kórinn hefur aldrei sungið í Bergi og vill þess vegna flytja þar úrval úr flestum efnisskrám vetrarins. Á efnisskránni verða klassísk kórverk sem samin eru á tímabilinu frá 14. öld til nútímans, erlend sem innlend ásamt þjóðlagaútsetningum frá Íslandi og Noregi. Áhersla verður lögð á að flytja tónlist þar sem fagrar laglínur fá að njóta sín.

Miðaverð er 3.500 kr.

Athugasemdir