Jólasýning

Jólasýning

Nemendur 7. bekkjar Dalvíkurskóla sjá um jólasýninguna í Bergi að þessu sinni. Krakkarnir lentu í 2. sæti í lestrarkeppni á landsvísu nú í nóvember og eftir það kviknaði sú hugmynd að fá þau til að vinna sýningu um jólin sem hengd yrði upp í salnum í Bergi. Kennararnir Magnea Helgadóttir og Matthildur Matthíasdóttir tóku vel í beiðni okkar enda hafði staðið til að vinna verkefni um jólin í bekknum. Þessi sýning er nú orðin að veruleika og geta börnin verið stolt af verkefnunum sínum. Við hvetjum fólk til að gefa sér góðan tíma því sýningin er bæði falleg og fróðleg.

Athugasemdir