Jóhann Már Kristinsson ráðinn framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs

Jóhann Már Kristinsson ráðinn framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs

Þann 22. október síðastliðinn var staða framkvæmdastjóra í Menningarhúsinu Bergi auglýst laus til umsóknar. Alls bárust 5 umsóknir og ákvað stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. strax að leita eftir utanaðkomandi aðstoð við úrvinnslu og meðferð umsókna.

Gengið var til samninga við Mögnum, ráðningaskrifstofu og sá Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, um ferlið. Tekin voru viðtöl við alla umsækjendur í fyrstu umferð og síðan fjóra í næstu umferð. Niðurstöður ráðningar byggja á niðurstöðum gagna sem urðu til í því ferli.

Menningarfélagið Berg ses. bauð Jóhanni Már Kristinssyni starfið og hefur verið gengið frá ráðningu hans í 25% starf við hlið fráfarandi framkvæmdarstjóra í desember en hann tekur að fullu við 50% starfinu þann 1. janúar 2022.

Við þökkum öllum umsækjendum kærlega fyrir þeirra framlag og óskum Jóhanni Má innilega til hamingju með starfið með tilhlökkun og von um gott samstarf á komandi tímum.

Athugasemdir