Í minningu Filippíu Kristjánsdóttur

Í minningu Filippíu Kristjánsdóttur

15. maí sl. var haldið á vegum Bókasafns Dalvíkurbyggðar, málþing um Hugrúnu skáldkonu.
Hugrún öðru nafni Filippía Kristjánsdóttir (1905-1996), var fædd og uppalin á Brautarhóli í Svarfaðardal.
Á málþinginu sagði Helga Kress bókmenntafræðingur frá skáldskap Hugrúnar, en hún gaf mest úr ljóðabækur og barnabækur. En einnig nokkrar skáldsögur fyrir fullorðna.  Konur, sem voru að skrifa bækur um miðja síðustu öld voru ekki mjög vel séðar í bókmenntaheiminum og fengu flestar ekki góða dóma frá þáverandi bókmenntadæmendum, sem allir voru karlmenn. Ingibjörg Hjartardóttir ræddi þessa dóma og hvernig kvenrithöfundum var almennt tekið á þessum árum.


Sýningin inniheldur nokkra muni úr eigu Hugrúnar (Filippíu Kristjánsdóttur) og myndir úr fjölskyldualbúmi hennar. Þarna er meðal annars að hægt að lesa fyrsta ljóðið sem hún fékk birt eftir sig í jólablaði Vísis 1939. Þarna stendur m.a. skrifborðið hennar með ritvélinni.

Sýningin mun standa til 13. júní nk.