Fyrirlestur fyrir áhugafólk um garðyrkju

Garðyrkjufélag Íslands efnir til fræðsluerindis í Menningarhúsinu Bergi við Goðabraut á Dalvík, mánudagskvöldið 22. október kl. 19:30.

Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélagsins flytur erindi sem hann nefnir „Rót vandans“. Þar mun hann meðal annars fjalla um nokkra helstu lykilþætti í ræktun, til að mynda jarðveg og jarðvegsgerð og þær kröfur sem plöntur gera til jarðvegs. Þá verður kennt hvernig á að bera sig að við upptöku trjágróðurs til flutnings, gróðursetningar og áburðargjöf.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Garðyrkjufélagsins www.gardurinn.is  

Verð kr 1,000 kr og 500 kr. fyrir félagsmenn í GÍ.

Allir velkomnir

Athugasemdir