Fullveldishátíð í Bergi

Laugardaginn 1. desember  kl. 14:00 stendur Menningarfélagið Berg í samvinnu við söfnin í Dalvíkurbyggð fyrir dagskrá í tilefni dagsins í Menningarhúsinu Bergi. Svanfríður Jónasdóttir fer yfir söguna og lesið verður úr gögnum frá árinu 1918 m.a. úr gjörðarbók Kvenfélagsins Tilraunar. Sýnd verður stuttmynd og Ösp Eldjárn syngur fyrir gesti. Á sama tíma verður opnuð í salnum sýning á gömlum myndum úr Dalvíkurbyggð og mun sú sýning standa út desember. Kaffihúsið verður með til sölu veitingar sem hæfa tilefninu.

 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir