Fiskidagsvikan í Bergi

Í fiskidagsvikunni verður margt um að vera í Bergi. Fimmtudaginn 10. ágúst verða Ljótu hálfvitarnir með tvenna tónleika. Barnatónleika klukkan 19:30 og svo kvöldtónleika eins og þeir eru þekktir fyrir klukkan 21:30. Föstudaginn 11. ágúst verða Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn með tónleika klukkan 22:30, strax á eftir súpukvöldinu. Þeir félagar spila lög sem allir þekkja og er stemmningin bæði skemmtileg og notaleg. Í sal Menningarhússins sýnir Gulli Ara verk sín sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar um viðburði hér. https://www.dalvikurbyggd.is/berg

Auk þessa verða margir viðburðir á vegum bókasafnsins í húsinu og má nánar lesa um þá hér.  https://www.dalvikurbyggd.is/bokasafn