Ráðin hefur verið framkvæmdastjóri fyrir Menningarfélagið Berg ses. Fimm umsóknir bárust um starfið og ákvað stjórn Menningarfélagsins að ganga til samninga við Dag Óskarsson.

Dagur lauk stúdentsprófi af raungreinadeild VMA árið 1998. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 2003 – 2005 í fornáms- og  fagurlistadeild. Hann lauk BA prófi frá Listaháskóla Íslands úr Hönnunar og arkitektúradeild í vöruhönnun 2008 og diplomu við Listaháskóla Íslands við listkennsludeild árið 2010.  Síðan þá hefur Dagur verið Product Design Manager hjá Sæplast Iceland ehf. við vöruhönnun og verkefnisstjóri þróunar og vöruhönnunarverkefna.

Meðfram námi starfaði Dagur m.a. sem kennari og vöruhönnuður og vann m.a. við uppsetningu sýninga og aðstoð við listamenn við uppsetningar sýninga og frágang verka. Þá hefur hann átt verk á mörgum sýningum. Dagur stundar nú APME nám í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík.

 Dagur mun hefja störf hjá félaginu 1. mars.