Dagskrá októbermánaðar í Bergi

Hádegisfyrirlestur
Fimmtudagurinn 3. október kl. 12:15
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri heldur fyrirlesturinn: Sveppir - ætir, ómissandi en stundum til vandræða.
Guðríður segir frá svepparíkinu, líkama sveppa, aldinum og helstu hópum þeirra.
Sagt verður frá matsveppum og því hvaða matur er í þeim en einnig varað við eitruðum sveppum.
Sveppir eru ómissandi í hringrás næringarefna þar sem þeir brjóta niður sinu og dauðan við og undir yfirborðinu sjá þeir um að útvega plöntum næringarefni og fá í staðinn kolvetni frá þeim. Sníkjusveppir sjúga næringu úr hýsli sínum og valda sumir þeirra manninum tjóni þegar þeir eyðileggja nytjaplöntur. Fúnir sólpallar, myglað kjarnfóður og flauelskenndir, dökkir myglublettir undir eldhúsvaskinum eru dæmi um það þegar rotsveppir komast í efni sem ekki stóð til að þeir brytu niður.
Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir
 
 
Opnun myndlistarsýningar - Nærlönd
Laugardagur 5. október kl. 15:00
Myndlistarmaðurinn Guðmundur Ármann sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir í Bergi. Sýningin stendur yfir út októbermánuð.
Vatnslitamyndirnar sem eru málaðar undir berum himni eru rannsókn á línum, litum og formum sem birtast okkur í náttúrunni og eru kveikjan að olíumáverkunum sem eru einskonar innra landslag. Olíumálverkin eru unnin á vinnustofunni sem niðurstöður upplifunar sem var skráð í vatnslit. Myndefnið hverfist um nærlönd við Eyjafjörð.  
Verið velkomin.
 
 
Einar töframaður - töfrasýning
Þriðjudagurinn 8. október kl. 19:30
Einar Mikael töframaður er aftur á ferðinni fyrir norðan og ætlar að mæta í Berg með glænýja og mikið stærri og flottari sýningu en síðast. Hogwarths dúfurnar verða á sínum stað og margar heimsfrægar sjónhverfingar. Frábær fjölskylduskemmtun.
Miðaverð kr. 1500.
 
 
 
Tónleikar - María Podhajska fiðluleikari
Þriðjudaginn 29. október kl. 20:00
María Podhajska fiðluleikari og Agnieszka Kozło píanóleikari halda tónleika með tónlist eftir íslensk tónskáld. Á efnisskrá verða m.a. verk eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson og Helga Pálsson. 
 
Kaffihús - Rincon Canario lokar eftir föstudaginn 11. október. Menningarfélagið Berg þakkar spænsku félögunum og starfsfólki þeirra fyrir ánægjulegt samstarf og óskar þeim velfarnaðar. Fram að lokun verður kaffihúsið opið sem hér segir: 
Mánudaga-laugardaga frá kl. 11:00 -17:00. Lokað er á sunnudögum.
 
 
Nýtt kaffihús í Bergi
Stjórn menningarfélagsins Bergs ákvað að hefja viðræður við hjónin, Júlíus Júlíusson og Grétu Arngrímsdóttir um rekstur nýs kaffihúss í Bergi. Mun kaffihúsið opna eftir miðjan október og verður opnunin auglýst síðar.
 
 
Bókasafnið
Bókasafnið er opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10:00 -17:00. Laugardaga er opið frá 13:00-16:00
www.dalvik.is/bokasafn
 
 
Sögustundir á bókasafninu:
Í vetur verða sögustundir fyrir börn á fimmtudögum kl. 16:15. Sögustundirnar verða á mismunandi tungumálum og fyrir mismunandi aldurshópa og auglýstar sérstaklega hverju sinni á fésbókarsíðu safnsins og í leik– og grunnskólum.
 

Athugasemdir