Bellmann í Bergi

Bellmann í Bergi

Lög eftir sænska alþýðutónskáldið Carl Michael Bellmann verða flutt á söngskemmtun í Bergi á Dalvík föstudagskvöldið 11. nóvember kl. 20:30. Meðal fjölmargra laga hans eru Gamli Nói, Svo endar hver sitt ævisvall og mörg fleiri.

Það er Davíð Ólafsson bassi sem syngur lögin og með honum leika Kjartan Óskarsson á klarinett og bassaklarinett, Brjánn Ingason á klarinett og fagott, Emil Friðfinnsson á horn og Snorri Örn Snorrason á gíta og kontragítar.

Á milli laga mun Davíð einnig segja frá skáldinu og söngvaranum Bellman og litríku lífshlaupi hans.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en húsið opnar 19:30.

Miðaverð 2.500, forsala miða í Bergi.

www.dalvikurbyggd.is/menningarhus  berg@dalvikurbyggd.is  460 4000    861 4908

Athugasemdir