Aðventurölt 5. desember : Kruðerí – Kertaljós – Kósýheit – Knús

Hið árlega Aðventurölt verður haldið í dag, miðvikudaginn 5. desember frá kl. 19:00-21:00. Alls taka 10 aðilar þátt og þvi verður mikið um að vera – Við skorum á alla að koma við á öllum stöðum og missa ekki af neinu. Njótið kvöldsins.

Þátttakendur eru eftirfarandi:

Hjá Sögu – Hárgreiðslustofa Klemmunni.
Tilboð á hársnyrtivörunum frá Tigi og Matrix, Maybelline-maskara, þæfðu ljósaseríunum. Happadrætti og konfekt í boði.

Gallerí Gimli – Dalvik Hostel Hafnarbraut 4
Opið hús Dalvík Hostel. Handverk af ýmsu tagi verður til sölu í Gallerí Gimli.
Það verður heitt á könnunni og jólaglögg og piparkökur í boði. Gestir geta rölt um Gimli, kynnst sér aðstöðuna og sest niður og slakað á í setustofunni.

Stjarnan – Glergallerý hjá Siggu – Valdi Vidda Gullsmiður Skíðabraut.
Jólagjafirnar fást í Siggabúð – Gler og gull í pakkann. Dagbjört Ásgeirsdóttir verður með kynningu á barnabókinni sinni. Sigga, Valdi og Dagbjört taka vel á móti ykkur.

Glergallerý Máni Ásgarði
Fríða Magga býður alla velkomna. Heitt á könnunni - Jólaglögg og Aðventuröltstilboð.

Kaffi Berg Goðabraut
Kertaljós og kósýheit á Kaffi Bergi. Jólaglögg, Jólakaffidrykkir og fleira góðgæti á boðstólnum.

Gregors Pub Goðabraut
Kíkið við hjá Gregor á þennan viðkunnalega bar, þar er ávallt gott að setjast niður og láta þreytuna líða úr sér. Gregor tekur vel á móti fólki að vanda. Munið hádegismatinn þriðju, miðviku og fimmtudaga.

Sælkeravörur og fleira hjá Júlla – Andyri Kaupfélagshús
Sælkeravörur jólagjöfin í ár. Stakar krukkur – Jólagjafabox , Sushi og fleira. Happadrætti, jóladrykkur og piparkökur. Dregið í happadrættinu kl 20.45

Húsasmiðjan – Blómaval
Tilboð og skemmtilegheit – Í boði verður hangikjöt frá Kjarnafæði – Jólakökur frá Kexsmiðjunni – Jólakonfekt frá Góu/Lindu – Hátíðarblanda frá Vífilfelli. Lína frá Dóttur skraddarans verður einnig á staðnum.

Samkaup Úrval
Lokadagur KEA daganna, frábær tilboð. Smakk og vörukynningar.

Athugasemdir