12. september - myndlistarsýning

Freymóður Jóhannsson, betur þekktur undir dulnefninu 12. september kom víða við um ævina. Freymóður fæddist að Stærri-Árskógi á Árskógsströnd þann 12. september 1895 og er nafn hans vel þekkt í heimi listanna. Freymóður skyldi eftir sig fjöldan allan af stórkostlegum málverkum og lagði einnig stund á dægurlagasmíð.
Menningarfélagið Berg stendur fyrir opnun á myndlistarsýningu með verkum Freymóðs og mun sýningin standa út septembermánuð.
Berglind, dóttir Freymóðs, búsett í Noregi verður viðstödd opnunina og mun segja gestum stuttlega frá föður sínum, ævi hans og verkum. Verða einnig nokkur af hans frægustu dægurlögum flutt.
Opnunin verður þann 12. september og hefst kl. 20:00.
Verið velkomin
 

Athugasemdir