12. september í Dalvíkurbyggð - Kristjana og Eyþór Ingi syngja

Miðvikudagskvöldið 12. september nk verður dagskrá í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík sem tileinkuð verður minningu Freymóðs Jóhannssonar eða 12. september en það var listamannsnafn hans sem tónskálds. Freymóður var fæddur í Stærra- Árskógi á Árskógsströnd árið 1895. Freymóði var margt til lista lagt, var bæði listmálari og tónskáld. Hann flutti ungur til Reykjavíkur þar sem aðal starfsvettvangur hans var síðan. Hann hafði engu að síður ýmiss tengsl norður á æskustöðvarnar og gerði meðal annars fyrstu skipulagsuppdrættina af byggðinni á Dalvík. Þeir verða til sýnis í Bergi þetta kvöld.

Það er menningarfélagið Berg sem stendur fyrir dagskránni 12. september nk og þar verður tónskáldið í fyrirrúmi. Jónatan Garðarsson dagskrárgerðarmaður flytur erindi um tónskáldið og flutt verða mörg af vinsælustu lögum hans. Tónlistin verður í traustum höndum. Kristjana Arngríms og Eyþór Ingi munu sjá um sönginn, en hljómsveitina skipa þeir Daníel Þorsteinsson, Ármann Einarsson, Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, Páll Zsabo og Halli Gulli. Meðal laga sem flutt verða Draumur fangans, Frostrósir, Litla stúlkan við hliðið og Blikandi haf.

Eins og fyrr segir verður dagskráin í Bergi miðvikudaginn 12. september nk og hefst kl 20.30. Miðaverð er 2.000.- og hægt er að kaupa miða í forsölu í Bergi.

Athugasemdir