112 dagurinn í dag í Bergi

112 dagurinn í dag í Bergi

Í dag, mánudaginn 11. febrúar er 112 dagurinn haldinn um allt land. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. 112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu á sama tíma en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins

Frá upphafi hefur ýmis dagskrá verið í Bergi menningarhúsi á 112 daginn og verður það einnig í ár.

Frá kl. 16:15 verða viðbragðsaðilar úr sveitarfélaginu á staðnum og sýna búnað sinn og svara spurningum.

Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, heldur einnig fyrirlestur um brunavarnir á heimilum og verður með sýnikennslu í notkun eldvarnarteppis.

Allir velkomnir.

Athugasemdir