Umhverfis- og dreifbýlisráð

18. fundur 08. mars 2024 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Farið yfir mánaðarlegar skýrslur úr bókhaldskerfi yfir málaflokka ráðsins.

2.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Helga Íris fór yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2024 og næstu skref.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2024; Svæði - endurbætur á heimreið

Málsnúmer 202305114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni þar sem ábúendur í Svæði fara þess á leit við sveitarfélagið að farið verði í endurbætur og malbikun á heimreið að Svæði.
Á fundi ráðsins í júlí var Framkvæmdasviði falið að skoða og fara yfir viðmiðunarreglur um viðhald á heimreiðum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að lagfæring á heimreið að Svæði fari á fjárhagsáætlun 2025.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Sláttur og umhirða opinna svæða 2024

Málsnúmer 202403054Vakta málsnúmer

Verksamningur við EB ehf. um slátt og hirðingu opinna svæða í Dalvíkurbyggð rann út á síðasta ári.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að vegna tímaskorts verði Framkvæmdasviði falið að semja við núverandi verktaka á grundvelli eldri samnings fyrir sumarið 2024. Ráðið leggur til að verkið verði boðið út næsta haust og að við gerð nýs útboðs verði meiri áhersla lögð á umhirðu beða og gróðurs samhliða slætti á opnum svæðum.
Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Leiksvæði á opnum svæðum í Dalvíkurbyggð - viðhald og endurnýjun

Málsnúmer 202403056Vakta málsnúmer

Farið yfir ástand þeirra fimm leiksvæða sem eru á opnum svæðum í Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að sérstök áhersla verði lögð á endurnýjun leiktækja í Skógarhólum sumarið 2024. Ráðið felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að vinna endurnýjunar- og kostnaðaráætlun fyrir leiksvæði á opnum svæðum sem nýtist við gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Styrkvegir, umsókn um styrk til samgönguleiðar

Málsnúmer 202402138Vakta málsnúmer

Vegagerðin auglýsir eftir umsóknum í Styrkvegasjóð sinn. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði að sækja um í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar fyrir viðhaldi og gerð göngubrúa fremst í Svarfaðar- og Skíðadal, viðhald á vegi fram Þorvaldsdal, fram í Stekkjarhús og upp á Helju.
Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Tillaga um samstarf um meðhöndlun textíls

Málsnúmer 202402052Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 8. febrúar 2024, óskar Ingibjörg Elín Halldórsdóttir fyrir hönd Rauða krossins við Eyjafjörð eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð við meðhöndlun textíls, en forsendubreyting hefur orðið á verkefninu við breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að halda áfram samstarfi við Rauða krossinn í Eyjafirði um söfnun textíls. Ráðið leggur til að starfsmenn Framkvæmdasviðs leiti leiða til að koma þeim textíl sem ekki nýtist Rauða krossinum í förgunarfarveg í samvinnu við Akureyrarbæ.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis

Málsnúmer 202402078Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá matvælaráðuneytinu, dagsettur þann 14. febrúar sl., þar sem ráðuneytið vill koma á framfæri við sveitarfélög viðhengdri samantekt til að skýra sjónarmið ráðuneytisins um eftirfylgni með gildandi lagaákvæðum um búfjárbeit (einkum sauðfjár) og bendir á nokkur atriði sem sveitarfélögin geta hugsanlega gert til að skýra stöðuna á sínu svæði. Samantektin felur ekki í sér fyrirmæli, eingöngu upplýsingar og ábendingar sem vonast er til að komi að gangi.
Erindi frestað til næsta fundar.

9.Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - Ósk um ábendingar og tillögur

Málsnúmer 202402142Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 27. febrúar 2024 frá Landi og skógi þar sem óskað er eftir ábendingum sem nýst geta í vinnu þeirra fyrir Matvælaráðuneytið við endurskoðun á stuðningskerfum í landgræðslu og skógrækt.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 234. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 7. febrúar 2024.

11.Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Dalvík

Málsnúmer 202403057Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að samningi við Björgunarsveitina á Dalvík 2024-2027.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki atugasemdir við framlögð drög.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar