Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 17. fundur - 02.02.2024

Farið yfir framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun 2024.

Byggðaráð - 1097. fundur - 22.02.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.

Til umræðu fjárfestingar,framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 skv. fjárhagsáætlun, m.a.:
Hver staðan mála / verkefna er almennt.
Hvað verður sett í útboð og verðkannanir.
Fundur með verktökum.
Leikskólalóðinn við Krílakot.

María vék af fundi kl. 13:57.

Halla Dögg vék af fundi kl. 14:24.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að haldinn verði sem fyrst opinn fundur með verktökum þar sem farið verði yfir fjárfestingar og framkvæmdir sem eru á áætlun Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beðið verði með að setja framkvæmdir við Böggvisbraut og Karlsrauðatorg í gang þar til búið er að kafa nánar ofan í forsendur.

Byggðaráð - 1099. fundur - 07.03.2024

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 15:03. Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, hafði ekki tök á að mæta vegna annarra verkefna.


Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15. Til umræðu fjárfestingar,framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 skv. fjárhagsáætlun, m.a.: Hver staðan mála / verkefna er almennt. Hvað verður sett í útboð og verðkannanir. Fundur með verktökum. Leikskólalóðinn við Krílakot. María vék af fundi kl. 13:57. Halla Dögg vék af fundi kl. 14:24.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að haldinn verði sem fyrst opinn fundur með verktökum þar sem farið verði yfir fjárfestingar og framkvæmdir sem eru á áætlun Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beðið verði með að setja framkvæmdir við Böggvisbraut og Karlsrauðatorg í gang þar til búið er að kafa nánar ofan í forsendur."

Ofangreindur opinn verktaka fundur var haldinn í Menningarhúsinu Bergi þriðjudaginn 5. mars sl.

Helga Íris og María viku af fundi kl. 15:22.

Byggðaráð þakkar sveitarstjóra, deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, skipulagsfulltrúa og veitustjóra fyrir vel heppnaðan fund og góðan undirbúning.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 18. fundur - 08.03.2024

Helga Íris fór yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2024 og næstu skref.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 19. fundur - 05.04.2024

Farið yfir stöðu á framkvæmdum ársins.
Margar framkvæmdir eru að fara í verðkönnunarferli á meðan aðrar þarfnast lengri undirbúningstíma. Tvö verk eru á leið í útboð í apríl.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 20. fundur - 03.05.2024

Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að kostnaðarmeta hugmyndir að auka verkefnum og leggja fyrir næsta fund.

Byggðaráð - 1106. fundur - 08.05.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:15.

Á 20. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að kostnaðarmeta hugmyndir að auka verkefnum og leggja fyrir næsta fund. "

Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt, hver er staða mála/verkefna almennt, útboð og verðkannanir.

Lagt fram til kynningar.