Styrkvegir, umsókn um styrk til samgönguleiðar

Málsnúmer 202402138

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 18. fundur - 08.03.2024

Vegagerðin auglýsir eftir umsóknum í Styrkvegasjóð sinn. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði að sækja um í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar fyrir viðhaldi og gerð göngubrúa fremst í Svarfaðar- og Skíðadal, viðhald á vegi fram Þorvaldsdal, fram í Stekkjarhús og upp á Helju.
Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Vegagerðin auglýsir eftir umsóknum í Styrkvegasjóð sinn. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði að sækja um í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar fyrir viðhaldi og gerð göngubrúa fremst í Svarfaðar- og Skíðadal, viðhald á vegi fram Þorvaldsdal, fram í Stekkjarhús og upp á Helju. Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að sótt verði í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar vegna viðhalds og gerð göngubrúa fremst í Svarfaðar- og Skíðadal, viðhald á vegi fram Þorvaldsdal, fram í Stekkjarhús og upp á Helju.