Dalvíkurhöfn

Siglingarleið að höfninni er greið. Snúningsþvermál innan hafnar er um 100 m. Flutningaskip, sem leggjast að Norðurgarði snúa utan hafnar. Í innsiglingu er 7 - 8 m dýpi. Snúningssvæði innan hafnar er með 6 - 7 m dýpi. Meiripartur af bryggjuplássi er með yfir 6 m dýpi. Í smábátahöfn er dýpi um 2 m. Höfnin er örugg í öllum veðrum og kantar í A - B flokki. Skjól er fyrir smábáta í smábátahöfninni.

Athafnasvæði við Norðurgarð er gott, gámavöllur um 6.000 m2. Góð aðstaða er fyrir flutningaskip við Norðurgarð. Hafnarmynnið er 40 m breitt og takmarkar það stærð skipa. Gámalyftari fyrir 40 ft. gáma er á vegum skipaafgreiðslunnar. 60 t. bílavog og vogarhús er við Norðurgarð. Höfnin á auk þess pallvog, Löndunarkranar eru efst við Norðurgarð.