Leiksvæði á opnum svæðum í Dalvíkurbyggð - viðhald og endurnýjun

Málsnúmer 202403056

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 18. fundur - 08.03.2024

Farið yfir ástand þeirra fimm leiksvæða sem eru á opnum svæðum í Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að sérstök áhersla verði lögð á endurnýjun leiktækja í Skógarhólum sumarið 2024. Ráðið felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að vinna endurnýjunar- og kostnaðaráætlun fyrir leiksvæði á opnum svæðum sem nýtist við gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars 2024 var eftirfarandi bókað.
"Farið yfir ástand þeirra fimm leiksvæða sem eru á opnum svæðum í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að sérstök áhersla verði lögð á endurnýjun leiktækja í Skógarhólum sumarið 2024. Ráðið felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að vinna endurnýjunar- og kostnaðaráætlun fyrir leiksvæði á opnum svæðum sem nýtist við gerð fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu og áherslu umhverfis- og dreifbýlisráðs á endurnýjun leiktækja í Skógarhólum sumarið 2024.