Frá matvælaráðuneytinu; Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis

Málsnúmer 202402078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1097. fundur - 22.02.2024

Tekinn fyrir rafpóstur frá matvælaráðuneytinu, dagsettur þann 14. febrúar sl., þar sem ráðuneytið vill koma á framfæri við sveitarfélög viðhengdri samantekt til að skýra sjónarmið ráðuneytisins um eftirfylgni með gildandi lagaákvæðum um búfjárbeit (einkum sauðfjár) og bendir á nokkur atriði sem sveitarfélögin geta hugsanlega gert til að skýra stöðuna á sínu svæði. Samantektin felur ekki í sér fyrirmæli, eingöngu upplýsingar og ábendingar sem vonast er til að komi að gangi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfis- og dreifbýlisráðs.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 18. fundur - 08.03.2024

Tekinn fyrir rafpóstur frá matvælaráðuneytinu, dagsettur þann 14. febrúar sl., þar sem ráðuneytið vill koma á framfæri við sveitarfélög viðhengdri samantekt til að skýra sjónarmið ráðuneytisins um eftirfylgni með gildandi lagaákvæðum um búfjárbeit (einkum sauðfjár) og bendir á nokkur atriði sem sveitarfélögin geta hugsanlega gert til að skýra stöðuna á sínu svæði. Samantektin felur ekki í sér fyrirmæli, eingöngu upplýsingar og ábendingar sem vonast er til að komi að gangi.
Erindi frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 19. fundur - 05.04.2024

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Matvælaráðuneytinu, dagsett í febrúar 2024, þar sem fjallað er um sjónarmið ráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.
Í minnisblaðinu kemur fram að ráðuneytið muni ekki, að svo stöddu, beita sér fyrir því eða gefa út samræmdar leiðbeiningar um túlkun fjallskilalaga eða laga um búfjárhald. Ráðuneytið vill þó hvetja sveitarfélög þar sem þessi mál koma til umfjöllunar að taka eftirtalin atriði til skoðunar:
- Að koma á skipulegu samstarfi sveitarfélaga um þessi mál meðal annars til að leita sameiginlegra lausna og deila þekkingu þar sem hún getur haft almennt gildi.
- Að fara yfir hvort til séu uppfærðar afréttarskrár í sveitarfélaginu sbr. ákvæði 6. gr. fjallskilalaga, til þess að ótvírætt sé hvaða svæði innan þeirra séu afréttir og hægt sé að beita ákvæðum fjallskilalaga sem til þeirra taka.
- Að yfirfara og eftir atvikum endurskoða fjallskilasamþykktir með skipulegum hætti, með það að markmiði að nota örugglega þau verkfæri sem eru í fjallskilalögum.
Þó lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. séu komin til ára sinna eru reglurnar að mestu leyti skýrar að mati ráðuneytisins og mikilvægt að sveitarfélögin nýti þau verkfæri sem þau hafa samkvæmt lögunum til að skýra réttarástandið, til hagsbóta fyrir landeigendur, bændur og raunar alla íbúa sveitarfélaganna.