Tillaga um samstarf um meðhöndlun textíls

Málsnúmer 202402052

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 18. fundur - 08.03.2024

Með erindi, dagsettu 8. febrúar 2024, óskar Ingibjörg Elín Halldórsdóttir fyrir hönd Rauða krossins við Eyjafjörð eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð við meðhöndlun textíls, en forsendubreyting hefur orðið á verkefninu við breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að halda áfram samstarfi við Rauða krossinn í Eyjafirði um söfnun textíls. Ráðið leggur til að starfsmenn Framkvæmdasviðs leiti leiða til að koma þeim textíl sem ekki nýtist Rauða krossinum í förgunarfarveg í samvinnu við Akureyrarbæ.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 8. febrúar 2024, óskar Ingibjörg Elín Halldórsdóttir fyrir hönd Rauða krossins við Eyjafjörð eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð við meðhöndlun textíls, en forsendubreyting hefur orðið á verkefninu við breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að halda áfram samstarfi við Rauða krossinn í Eyjafirði um söfnun textíls. Ráðið leggur til að starfsmenn Framkvæmdasviðs leiti leiða til að koma þeim textíl sem ekki nýtist Rauða krossinum í förgunarfarveg í samvinnu við Akureyrarbæ. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að halda áfram samstarfi við Rauða Krossinn í Eyjafirði um söfnun textíls. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn þá tillögu ráðsins að leitað verði leiða til að koma þeim textíl sem ekki nýtist Rauða krossinum í förgunarfarveg í samvinnu við Akureyrarbæ.