Söfn

Í Dalvíkurbyggð eru þrjú söfn, Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafn Svarfdæla og Byggðasafnið Hvoll. Bóka- og héraðsskjalasafn er til húsa í Bergi menningarhúsi við Goðabraut og Byggðasafnið hefur aðsetur að Karlsrauðatorgi 7.

Bóka- og héraðsskjalasafn

Bókasafnið er almenningsbókasafn sem þjónar almenningi og skólum í Dalvíkurbyggð. Héraðsskjalasafnið safnar, varðveitir og skráir opinber skjöl í umdæminu (að skjölum ríkisstofnana frátöldum), einnig skjöl frá félögum og úr einkaeign, eins og kostur er. Einnig er unnið að söfnun og skráningu ljósmynda.

www.dalvikurbyggd.is/bokasafn www.dalvikurbyggd.is/skjalasafn

Byggðasafnið Hvoll

Byggðasafnið Hvoll var formlega opnað 12. desember 1987. Safnið er þrískipt: byggðasafn, náttúrugripasafn og mannasafn. Munir safnsins eru flestir af heimilum á Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd. Þar eru ýmis áhöld og innanstokksmunir frá fyrri tíð sem vitna um þróun verkmenningar á Dalvík og nágrennis og sögu byggðarinnar. Einnig eru þar haganlega gerðir skrautmunir af ýmsum toga unnir af hagleiksfólki af svæðinu.

Á náttúrugripasafninu er fjöldi íslenskra fugla og spendýra og einstaka gestur úr undirdjúpunum. Þar er líka grasasafn, skeljasafn, eggja- og steinasafn.

Hinn hluti safnsins er tileinkaður minningu þjóðþekktra svarfdælinga - Jóhanns Péturssonar Svarfdælings, Kristjáns Eldjárns forseta Íslands og Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga auk alþýðulistamannana frá Litla-Árskógi Jóns, Kristjáns og Hannesar Vigfússona.

www.dalvikurbygg.is/byggdasafn