Börnunum á Hólakoti var boðið að taka þátt í skóflustungu að nýju frystihúsi hjá Samherja. Börnin mættu með skóflur og fötur og stóðu sig frábærlega vel. Börnunum var svo boðið upp á svala, kókómjólk, saltstangir og harðfisk. Á heimleiðinni fengum við svo að skoða ýmsar fiskitegundir.
Takk kærlega …
Þar sem við erum Grænfánaskóli og leggjum okkur fram við að nýta sem best þann efnivið sem til er settum við af stað skiptimarkaði fyrir fatnað leikskólabarnanna okkar. Set því með hér út á hvað þetta skemmtilega verkefni snýst.
Skiptimarkaður fyrir fatnað leikskólabarna
Er barnið þitt vaxið upp …
Sú hefð hefur myndast að foreldrafélagið gefi næstelstu börnum leikskólans (Kátakot) sundgleraugu og sundhettur. Þetta hefur verið gert í nokkur ár og er hugsað fyrir komandi sundkennslu barnanna. Núna í vor byrja þau í sundkennslu hjá Helenu í tvö skipti hvert barn og svo fara þau aftur i haust og …
Í dag komu norskur unglingakór og söng fyrir okkur hér í Krílakot. Börnin skemmtu sér mjög vel og mörg hver dilluðu sér við tónlistina af miklum áhuga.
Þökkum við þeim fyrir komuna frá öllum í Krílakot
Í dag héldum við upp á 1-1-2 daginn en hann er á sunnudaginn 11 febrúar. Við fengum í heimsókn til okkar aðila frá lögreglunni, björgunarsveitinni, slökkviliðinu og starfsmenn sjúkrabílsins. Mikil spenna var að fá að fara út og skoða alla bílana innan sem utan og ekki skemmdi þegar ljósin og sírennu…
Þriðjudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans og er hann haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 11. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stu…
Nú þegar farið er að kólna verður það stundum freisting að halda bílnum í gangi á meðan skotist er inn með barnið í leikskólann. Þess vegna viljum við minna á að bíll í lausagangi mengar. Bæði bensín- og díselvélar gefa frá sér skaðleg efni fyrir heilsu fólks og stórir bílar menga meira en litlir. Ú…
Fræðslusvið og félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar bjóða foreldrum og öðrum íbúum Dalvíkurbyggðar á fyrirlestur Hjalta Jónssonar:
„Kvíði barna og unglinga – Hugræn atferlismeðferð”
Þriðjudaginn 23. janúar 2018kl: 20:00-21:30 í Menningarhúsinu Bergi.
Í janúar 2017 kom Hjalti ásamt fulltrúum Hugarfrel…
Sælir kæru foreldrar
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farælds komandi árs og þökkum fyrir skemmtilegt ár sem er að líða. Hafið það notalegt um jól og áramót og sjáumst hress og kát á nýju ári.
Jólakveðjur Starfsfólk Krílakots
Drodzy Rodzice!
Życzymy Wam wszystkim Wesołych Świąt oraz Szcz…
Kaffihúsaferð og spariávextir í boði foreldrafélagsins
Sú skemmtilega hefð hefur verið hér í Krílakoti að foreldrafélagið býður elstu fjórum deildunum á kaffihús í desember og Skýjaborg upp á spariávexti. Börnin röltu héðan kát og spennt á kaffihúsið og fengi kakó og smákökur til að gæða sér á. Hólakot og Kátakot fóru á Gísla, Eirík og Helga og Sólkot o…