Skiptimarkaður fyrir fatnað leikskólabarna !

Skiptimarkaður fyrir fatnað leikskólabarna !

Þar sem við erum Grænfánaskóli og leggjum okkur fram við að nýta sem best þann efnivið sem til er settum við af stað skiptimarkaði fyrir fatnað leikskólabarnanna okkar. Set því með hér út á hvað þetta skemmtilega verkefni snýst. 

Skiptimarkaður fyrir fatnað leikskólabarna

Er barnið þitt vaxið upp úr fötunum sínum og vantar stærri ? Er nýtt barn á leiðinni sem vantar minni föt?

Að koma upp skiptimarkað fyrir fatnað leikskólabarna er eitt af Grænfánamarkmiðum Krílakots og ósk hefur komið frá foreldrum um að opna slíkan markað. 

Hugmyndin er að foreldrar geti komið með flíkur sem ekki nýtast lengur, sett í viðeigandi kassa og fundið sér annað í staðinn. Þannig stuðlum við að endurnýtingu og minnkum sóun. 

Fötin skulu vera heil, hrein og án bletta, vel gengið frá þeim og flokkuð eftir stærðum. 

Endilega kíkið í kassana fram í fataherbergi eldir deildanna og kannið hvort þið finnið eitthvað sem gæti nýst ykkur.