Aðalfundur Menningarfélagsins Bergs ses.

Aðalfundur menningarfélagsins Bergs sesE

Haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík fimmtudaginn 28. maí 2020  kl. 14.00

 

Mættir eru á fundinn fulltrúar fyrir 81,25% atkvæða/eigenda og er fundurinn því löglegur.

Fundarstjóri var Svanfríður Jónasdóttir, formaður stjórnar.

Fundargerð ritaði Björk Hólm, framkvæmdastjóri Bergs ses.

 

Dagskrá

Skýrsla Menningarfélagsins Bergs ses.

Formaður stjórnar gerir grein fyrir skýrslu stjórnar 2019. Meðal annars greindi formaður frá þróunarvinnu varðandi framtíð hússins sem unnin er í samvinnu við Dalvíkurbyggð.

Samþykkt, engar athugasemdir voru gerðar við skýrslu stjórnar

  

Ársreikningur Menningarfélagsins Bergs ses.

Ársreikningur ársins 2019 lagður fram til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap af rekstri félagsins á árinu kr. 473,009,-,-  og skýrist einkum af uppgjöri vegna framkvæmdastjóraskipta og minni styrkjum en árið áður.

Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins í árslok 4,8 millj. Kr. Eigið fé félagsins nam 3,6 millj. kr. að meðtöldu stofnfé að fjárhæð 1,6 milljónir króna.

Fjöldi ársverka voru 0,5

Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning

Engar athugasemdir voru gerðar við ársreikning Menningarfélagsins Berg ses. Skýrsla stjórnar og ársreikningur samþykkt

 

Kynning á starfsáætlun fyrir komandi starfsár.

Björk Hólm, framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Berg ses frá því 1. febrúar sl. gerði grein fyrir því helsta sem er á döfinni í starfi menningarfélagsins.

 

Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.

Lagt var til að þóknun stjórnar yrði óbreytt, en þóknun stjórnar fylgir samþykktum nefndarlaunum hjá Dalvíkurbyggð og tekur breytingum í samræmi við það.

Tillagan borin upp og samþykkt.

 

Kosning  stjórnarmanna skv. skipulagsskrá og varamanna þeirra.

Samkvæmt skipulagsskrá tilnefnir Dalvíkurbyggð aðalmann og varamann til tveggja ára og voru þau Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem aðalmaður og Íris Hauksdóttir sem varamaður kjörin á síðasta ársfundi. Einnig var Freyr Antonsson kjörinn til tveggja ára á síðasta ársfundi. Það þurfti því  að kjósa um einn aðalmann og einn varamann. Dóroþes Reimarsdóttir var kjörinn aðalmaður í stjórn til tveggja ára og Kristjana Arngrímsdóttir varamaður til eins árs.. Svanfríður Jónasdóttir sem verið hefur í stjórn frá upphafi gaf ekki kost á frekari stjórnarsetu og var henni þakkað fyrir þátttöku sína með blómum og gjöf.

 

Kosning löggilds endurskoðanda félagsins.

Þorsteinn G Þorsteinn hjá KPMG hefur verið endurskoðandi félagsins og er gerð tillaga um að svo verði áfram.

Tillagan samþykkt.

 

Önnur mál.

Engin önnur mál til afgreiðslu.