92. fundur menningafélagsins Bergs ses.

92. fundur í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.
Haldinn í Bergi 28.05.20 að afloknum aðalfundi

Mætt: Freyr Antonsson, Gunnþór Gunnþórsson og Íris Hauksdóttir. Auk þeirra sat fundinn Björk Hólm framkvæmdastjóri Bergs ses og Svanfríður Jónasdóttir fráfarandi formaður stjórnar.Dóroþea og Kristjana boðuðu forföll.

 

Stjórn skiptir með sér verkum

Tillaga um að Freyr Antonsson yrði formaður samþykkt sem og að Gunnþór yrði ritari og Dóra gjaldkeri, en þau þrjú skipa nýja aðalstjórn félagsins.

 

Rekstur kaffihúss í Bergi

Fyrir liggur að Helgi Einarsson sem rekur veitingasölu í Bergi vill losna út úr þeim samningi sem hann er með við félagið, en hann er með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Stjórn ræðir möguleika á rekstri kaffihúss yfir sumarið með það fyrir augum að nýta tímann til að endurskoða reksturinn í húsinu sbr. umræður um þróunarverkefni um húsið í samvinnu við Dalvíkurbyggð.

Samþykkt að stjórn hittist til að fara betur yfir málið og þá möguleika sem eru í stöðunni  þegar uppsagnarbréf frá Helga hefur borist.

Í lok fundar fór stjórnin í kynnisferð um húsið