Myndlistaropnun: Stolt

Myndlistaropnun: Stolt
Myndlistarmaðurinn Birgir Snæbjörn Birgisson
sýnir verkaseríuna Stolt í Bergi, opnun er 23. september kl. 14:00.
Sýningin stendur til 23. nóvember.
 
Í verkum Birgis tvinnast innihald og form saman, bjóða hvort
öðru birginn og stangast á svo úr verður eitthvað alveg einstakt, eitthvað óvænt, enn ekki fyrirséð. Það er hér sem málverkið og pólitísk, samfélagsleg og söguleg málefni mætast, bæði í blíðu-hótum og þrætum. Málverk sem virðast hafa sakleysislegt yfir-bragð en vinna á og ná að tefla saman meintum andstæðum, sameina fegurð og hrottaskap, og hrista upp í okkur og ögra en jafnframt næra okkur, ja, kannski ekki á visku en aðferðum til að vera og eiga okkur tilvist í veröldinni, bæði ein með sjálfum okkur og saman – með öllum þeim átökum og andstæðum sem tilheyra, en einnig ánægjuefnum og ítarlegum frásögnum. Þessi verk eru gerð af snilldarlegum léttleika, rétt eins og liturinn sé í þann veg-inn að dofna alveg, hverfa, en þó öðlast þau skriðþunga eftir því sem maður kemur nær þeim, og því lengur sem maður dvelur í návist þeirra.
 
Birgir Snæbjörn Birgisson, (f. 1966), ólst upp á Akureyri og stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og Handíðaskóla Íslands auk framhaldsnáms í École des Arts Décoratifs, í Strasbourg í Frakklandi. Birgir bjó og starfaði um tíma í London, Englandi, en hefur um árabil búið og starfað í Reykjavík. Verk Birgis er að finna í safneignum fjölmargra safna og hafa verk hans verið sýnd víða bæði hér heima og erlendis. Skemmst er að minnast stórrar einkasýningar Birgis, Í hálfum hljóðum, í Listasafni Íslands á liðnu ári, 2022