Svarfdælskur mars um helgina

Svarfdælski marsinn verður haldinn um næstu helgi. Að vanda hefst hann á heimsmeistarakeppninni í brús föstudagskvöldið 30. mars. Aðstandendur keppninnar hafa sett sig í samband við ástríðufulla spilamenn úr karlfélaginu Hallkeli á Grenivík og vonast til að flokkur brússpilara ,, að handan" láti sjá sig.

Dagskrá laugardagsins verður helguð gömlum húsum á Dalvík í tilefni húsakönnunar sem nú stendur yfir. Fyrst verður söguganga um Dalvík þar sem hugað verður að byggingar - og íbúasögu gömlu húsanna en síðan hefst málþing um gömlu húsin í Bergi. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Nikulás Úlfar Másson formaður húsafriðunarnefndar ríkisins og Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Einnig mun Kór Dalvíkurkirkju flytja nokkur lög. Að kveldi laugardagsins verður svo stiginn mars að Rimum.

Um helgina munu ferðaþjónustuaðilar í sveitarfélaginu hafa opið hús og kynna starfsemi sína. Byggðasafnið Hvoll er opið á laugardaginn frá kl. 14:00-17:00 og á Vegamótum verður boðið upp á kleinur og kleinur í tilefni sögugöngunnar. Á Húsabakka verður opið hús sunnudaginn 1. apríl en þann dag taka nýir aðilar við rekstrinum. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi auk þess sem steiktar verða lummur á báli. Þeir sem hafa áhuga á að læra að elda ávexti yfir eldi geta tekið með sér epli og appelsínur og lært réttu handtökin. Skíðasvæðið verður opið sem og sundlaugin. 

Dagskrána í heild sinni má sjá hérna fyrir neðan:  

Föstudagur 30. mars:
Kl. 20.30 Heimsmeistarmótið í Brús háð að Rimum í Svarfaðardal

Laugardagur 31. mars
Hvoll kl. 13:00 - Söguganga um Dalvík. Kristján Hjartarson segir frá byggingar - og íbúasögu gamalla húsa á Dalvík. Byggðasafnið er opið frá kl. 13:00-17:00.

Berg menningarhús kl. 15:00 - Opnun sýningar og málþing um gömlu húsin á Dalvík

Inngangur - Íris Ólöf Sigurjónsdóttir safnstjóri Hvols opnar samkomuna
Sögulegt umhverfi, Svarfdælskur mars og eðli mannsins - Hjörleifur Stefánsson arkitekt
Innlegg frá gestum sem þekkja til sögu húsanna

Fundarstjóri verður Svanfriður I Jónasdóttir. 
Kór Dalvíkurkirkju flytur nokkur lög í upphafi. Þeir sem þekkja til byggingarsögu Dalvíkur eru hvattir til að mæta.

Rimar kl. 21:00 - Marsinn stiginn að Rimum. Harmónikkan dunar og Hallgrínum Hreinsson stjórnar marsinum.

Byggðasafnið er opið frá kl. 14:00-17:00
Sundlaugin er opin frá kl. 10:00-16:00
Skíðasvæðið er opið frá kl. 11:00-16:00
Berg menningarhús er opið frá kl. 14:00-17:00

Sunnudagurinn 1. apríl

Friðland fuglanna opið frá kl. 14:00-17:00
Húsabakki . Í tilefni dagsins er opið hús frá klukkan 14:00 - 17:00 þar sem verður heitt á könnunni í eldhúsinu og vöfflur í boði. Ef viðrar vel verður varðeldur útivið þar sem við steikjum lummur yfir báli. Þeir sem hafa áhuga á því að læra að elda sér ávexti á báli mega taka með sér epli, appelsínur eða banana og við leiðbeinum fólki með það. Þetta er þó háð því að það viðri til þess að vera með varðeld.
Sundlaugin er opin frá kl. 10:00-16:00
Skíðasvæðið er opið frá kl. 11:00-16:00
Berg menningarhús er opið frá kl. 14:00-17:00

Athugasemdir