KLassík í Bergi - Pétur og úlfurinn

KLassík í Bergi - Pétur og úlfurinn

Mikið fjör var í Menningarhúsinu Bergi í morgun en þá bauð Menningarfélagið Berg börnum á aldrinum 5-11 ára á tónleika. Kvintettinn NorðAustan 5 ásamt sögumanninum Ívari Helgasyni flutti Pétur og úlfinn, sem var um leið hljóðfærakynning fyrir börnin. Börn úr 2. bekk í Dalvíkurskóla aðstoðuðu á tónleikum með því að stjórna brúðum sem búnar voru til af Bernd Ogrodnik og fleirum á Húsabakka fyrir einhverjum árum síðan. Rúmlega 170 börn úr Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og af Krílakoti mættu og nutu sýningarinnar. Tónleikarnir voru eins og áður segir í boði Menningarfélagsins Bergs ses. og hluti af tónleikaröðinni Klassík í Bergi 2018-2019. Menningar- og viðurkenningasjóður Dalvíkurbyggðar og Tónlistarsjóður styrkja tónleikaröðina.

Athugasemdir