Klassík í Bergi 2011-2012 Gunnar fyrir Kristin

Klassík í Bergi 2011-2012 Gunnar fyrir Kristin

Vegna óviðráðanlegra orsaka getur Kristinn Sigmundsson ekki sungið á tónleikum í Bergi menningarhúsi næstkomandi laugardag en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Bergi 2011-2012.

Það er Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari sem hleypur í skarðið fyrir Kristin en Gunnar hefur líkt og Kristinn verið tíður gestur í helstu óperuhúsum heims undanfarna áratugi. Eftir sem áður verður Jónas Ingimundarson við píanóið. Á tónleikunum flytja Gunnar og Jónas íslensk, sænsk og ítölsk sönglög auk óperuettuaría.

Tónleikarnir hefjast sem fyrr kl. 16:00, laugardaginn 17. mars.

Forsala á tónleika Gunnars og Jónasar er í Bergi í síma 460 4000 eða 861 4908. Miðaverð 3.500.-

Þeir sem áttu pantaða miða á Kristin og Jónas eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 460 4000 eða 861 4908.

Athugasemdir