Dagskrá marsmánaðar í Bergi

Sögustund á bókasafninu
Föstudagurinn 2. mars kl. 16:00
Lestrarstund fyrir bókaorma en það er Hugrún Felixdóttir sem les að þessu sinni.

Frönsk tónlist í Bergi
Sunnudagurinn 11. mars kl. 16:00
Frönsk tónlist fyrir píanó og saxófón verður flutt í Bergi en flytjendurnir eru þeir Guido Baumer og Aladár Rácz. 

Efnisskráin samanstendur af verkum sem eru samin undir áhrifum af impressíónisma eða tengjast honum. Áhrifa frá Austurlöndum gætir einnig í sumum verkanna en flutt verða verk eftir Claude Debussy,  André Jolivet ofl.

Ókeypis er inná tónleikana og allir velkomnir.

Stóra upplestrarkeppnin, lokahátíð
14. mars, miðvikudagur kl. 14:00
Stóra Upplestrarkeppnin er árlegt lestrarátak í 7. bekk sem hefst á Degi íslenskrar tungu, í nóvember, og lýkur í mars með lokahátíð sem nokkrir skólar sameinast um að halda.
Á lokahátíðinni í Bergi lesa þeir 7.bekkingar sem komust áfram í forkeppnum sinna skóla sem eru Árskógarskóli, Dalvíkurskóli og Grunnskóli Fjallabyggðar.
Einnig verða atriði frá Tónlistarskólanum.
Samkoman er öllum opin og vilja skólarnir sem að keppninni standa hvetja alla til að koma og fylgjast með.

Kaffihúsatónleikar með Kristjáni og Kristjönu
16. mars, föstudagur kl. 21:00
Trúbadorastemmning á Kaffihúsinu þar sem þau hjón Didda og Stjáni koma fram.
Miðaverð 1.500.– kr.
Hugguleg og kósý kvöldstemmning.

Klassík í Bergi, Kristinn og Jónas
Laugardagurinn 17. mars kl. 16:00
Á lokatónleikum tónleikaraðarinnar Klassík í Bergi 2011 - 2012 koma fram þeir Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari.

Efnisskrá þeirra samanstendur af klassískum verkum en á milli verka munu þeir ræða við áheyrendur um tónlistina sem flutt verður.

Forsala miða er í Bergi menningarhúsi í síma 460 4000. Miðaverð er 3.500. -

Vinjettuhátíð
Sunnudagurinn 18. mars kl. 15:00-18:00
Á Vinjettuhátíð í menningarhúsinu Bergi les höfundurinn Ármann Reynisson upp úr verkum sínum ásamt leikurum í Leikfélagi Dalvíkur. Tónlistardagskrá er í höndum nemenda Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Í miðri dagskrá verður hlé fyrir spjall og veitingar. Allir velkomnir, aðgangur er ókeypis.

Svarfdælskur mars
Laugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. apríl
Nánar auglýst síðar.

Athugasemdir