Dagur íslenskrar tungu

Á þessum hátíðisdegi verður nóg um að vera á Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Hægt verður að kjósa um fallegasta íslenska orðið, við veltum aðeins fyrir okkur Dalvískunni ódauðlegu og síðast en ekki síst verður framkvæmdur samstarfsgjörningur bókasafnsins og elstu bekkja Dalvíkurskóla.

Stefnt er að því að manngera hLJÓÐAorm sem smýgur sér á milli bókahilla, borða og stóla. Gjörningnum verður ekki lýst frekar hér enda er sjón alltaf sögu ríkari og ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara, stundvíslega kl. 12.30 í Menningarhúsinu Bergi.

Við minnum einnig alla á að fylgjast vel með bókasafninu á facebook og instagram - þar verður líf og fjör!

Allir velkomnir að taka þátt í fjörinu á bókasafninu á degi íslenskrar tungu!