Fræðsluráð

178. fundur 11. desember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla og Margrét Magnúsardóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla sátu fundinn undir liðum 1-5. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll.
Magnús Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sat fundinn undir lið 7.
Viktor Már Jónasson fulltrúi foreldra

1.Spjaldtölvur í skólastarfi

Málsnúmer 201310140Vakta málsnúmer

Farið var yfir samning um spjaldtölvur er varðar heimlán og einkaafnot nemenda af slíkum gripum. Samningurinn er þannig uppsettur að undir hann riti nemandi, foreldri og fulltrúi skóla. Í samningnum er fjallað um notkun, ábyrgð og umgengni við spjaldtölvurnar. Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir.

2.Niðurstöður skólapúlsins

Málsnúmer 201312027Vakta málsnúmer

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti nýjustu niðurstöður skólans úr Skólapúlsinum, könnun sem lögð er fyrir úrtak nemenda úr 6.-10. bekk. Almennt eru niðurstöðurnar betri en síðastliðið vor og flestir þættir nálægt landsmeðaltali. Þeir þættir sem koma best út eru skóla- og bekkjarandi, agi í tímum, líðan og heilsa ásamt nokkru minna einelti sem mælist miðað við landsmeðaltal. Þeir þættir sem koma verr út eru virkni nemenda, trú á eigin námsgetu og ánægja af náttúrufræði. Hildur Ösp sviðsstjóri fór stuttlega yfir niðurstöður Skólapúlsins í Árskógi og voru niðurstöður mjög jákvæðar.Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar.

3.Skólabúðir 7. bekkjar

Málsnúmer 201312034Vakta málsnúmer

Rætt var um skólabúðir 7. bekkjar á Húsabakka og kostnað vegna þeirra en hann hefur aukist nokkuð síðustu ár. Björn Gunnlaugsson fór yfir valkosti varðandi skólabúðir og hvernig fyrirkomulagið hefur verið. Fræðsluráð felur Birni að leggja fram skýrslu og uppgjör þegar 7. bekkur hefur farið í búðirnar.  

4.Niðurstöður Pisa 2012

Málsnúmer 201312026Vakta málsnúmer

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla greindi frá helstu niðurstöðum Pisa 2012.  Enn hafa ekki borist niðurstöður hvers skóla og munu þær ekki berast fyrr en á næsta ári og verða þær þá teknar fyrir í fræðsluráði.

5.Trúnaðarmál fræðsluráð

Málsnúmer 201111085Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Íbúaþing-allir í sama liði

Málsnúmer 201311138Vakta málsnúmer

Greint var frá íbúaþinginu Allir í sama liði sem fræðslusvið í samstarfi við félagssvið og íþrótta- og æskulýðssvið stóð fyrir þann 21. nóvember síðastliðinn. Þingið heppnaðist vel og fjölbreyttur hópur íbúa sveitarfélagsins með ólíkan bakgrunn hittist einn seinnipart og velti fyrir sér tækifærum og kostum fjölbreytileikans, hvernig væri að flytja á nýja staði og fordómum. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stýrði umræðum og fræddi þátttakendur um ýmsar hliðar fjölmenningar. Um 50 manns tóku þátt í þinginu og um helmingur þeirra skráði sig á lista sem áhugafólk um að vinna áfram í fjölmenningarmálum. Þróunarsjóður innflytjendamála styrkti fræðslusvið til að halda þingið.

7.Deildarstjóri í tónlistarskóla

Málsnúmer 201312035Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Magnús G. Ólafsson skólastjóri tónlistarskólans.Fræðsluráð bauð Magnús velkominn til starfa.Hildur og Magnús fóru yfir fund sem þau áttu með kennurum tónlistarskólans í gær þar sem meðal fundarefna var ráðning á deildarstjóra en stefnt er á að ráða deildarstjóra úr hópi kennara.

8.Bréf frá velunnurum tónlistarskólans

Málsnúmer 201312052Vakta málsnúmer

Tekið var til umræðu bréf, dagsett 18. nóvember 2013, frá hópi sem nefnir sig velunnara tónlistarskólans.  Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs