Skólabúðir 7. bekkjar

Málsnúmer 201312034

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 178. fundur - 11.12.2013

Rætt var um skólabúðir 7. bekkjar á Húsabakka og kostnað vegna þeirra en hann hefur aukist nokkuð síðustu ár. Björn Gunnlaugsson fór yfir valkosti varðandi skólabúðir og hvernig fyrirkomulagið hefur verið. Fræðsluráð felur Birni að leggja fram skýrslu og uppgjör þegar 7. bekkur hefur farið í búðirnar.  

Fræðsluráð - 180. fundur - 26.03.2014

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir kostnað og ýmsa þætti í tengslum við skólabúðir 7. bekkjar, annars vegar á Reykjum í Hrútafirði og hins vegar Húsabakka í Svarfaðardal. Ákveðið var að kanna hug foreldra sem fyrst varðandi þessa tvo valkosti.