Niðurstöður skólapúlsins

Málsnúmer 201312027

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 178. fundur - 11.12.2013

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti nýjustu niðurstöður skólans úr Skólapúlsinum, könnun sem lögð er fyrir úrtak nemenda úr 6.-10. bekk. Almennt eru niðurstöðurnar betri en síðastliðið vor og flestir þættir nálægt landsmeðaltali. Þeir þættir sem koma best út eru skóla- og bekkjarandi, agi í tímum, líðan og heilsa ásamt nokkru minna einelti sem mælist miðað við landsmeðaltal. Þeir þættir sem koma verr út eru virkni nemenda, trú á eigin námsgetu og ánægja af náttúrufræði. Hildur Ösp sviðsstjóri fór stuttlega yfir niðurstöður Skólapúlsins í Árskógi og voru niðurstöður mjög jákvæðar.Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar.